Starfsreynsla
Frá 2023: Sjálfstætt starfandi sem sálfræðingur og meðferðaraðili í systemic Therapy og sálfræðiráðgjöf á netinu. Einnig starfandi á netsíðunni Instahelp.
2000-2022: Fastráðin hjá “Komm Rum e.V.” í Berlín. Félag sem býður upp á ýmis konar þjónustu fyrir fólk með geðraskanir. Stuðnings- og endurhæfingafulltrúi í meðferðarsambýli fyrir konur og í stuðningsbúsetu. Ráðgjöf, leiðbeining og hópstarf. Stýring á námskeiðum í félagsfærni. Tímabundi hlutastarf við starfsendurhæfingar verkefni og á samskipta og ráðgjafarstöð. Þátttaka í stýriteymi geðsviðs hverfisborgarráðs. Stýring á námskeiðum fyrir starfsfélaga í “Open dialog” nálgun.
2013 - 2014: Launalaust frí frá vinnuveitanda og ársdvöl á Íslandi: Tímabundið starf í skólaeldhúsi, verktaki fyrir ferðaskrifstofu og sem ráðgjafi við uppbyggingu aðstoðarteymis fyrir fatlaðan einstakling.
1999 - 2000: Stuðningsfulltrúi á meðferðarsambýli fyrir geðfatlaða hjá “Unionhilfswerk, Sozialeinrichtungen gGmbH”, Berlin.
1995: Starfsþjálfum á samskipta og ráðgjafarstöð hjá “Komm Rum e.V.”, Berlin-Friedenau.
1992 - 1998: Samhliða námi: Félagsleg aðhlynning fjölfatlaðs barns í gegnum borgarskrifstofur tveggja hverfa í Berlin og heimaaðhlynning í gegnum “Ambulante Dienste e.V.”, Berlin.
1988 - 1990: Starfskraftur í Austbæjarapóteki Reykjavik.
1985 - 1986: Læknaritari á barnaspítala Hringsins. Síðan hálfsárs dvöl sem au-pair in München.
Ýmiskonar sumarvinnur á Íslandi, m.a. á skrifstofu og í fiski á Vestfjörðum.