Spurning um sjónarhorn

Blindu mennirnir og fíllinn

Opnaðu gluggann fyrir því mögulega- Kerfislæg nálgun

“Systemic therapie” (kerfislæg nálgun) er vinsæl aðferð í fjölskyldumeðferð eða pararáðgjöf, þó það sé að sjálfsögðu ekkert skilyrði.  Samkvæmt hefðinni notar hún ekki greiningar líkt og flestar aðrar samtalsmeðferðir.  Vandamál eða einkenni eru ekki einhver “eiginleiki” sem einhver (manneskja eða fjölskylda) “hefur”.  Vandamál eru aðstæður, sem verða til í samspili og gagnverkun við annað fólk.  Það gerir þau í raun móttækilegri fyrir jákvæðum breytingum.  Kerfislæg nálgun lítur aldrei á manneskjuna eina og sér, heldur alltaf í félagi við aðra í sínu umhverfi.  Það sem við upplifum - okkar raunveruleiki - er útkoma okkar persónulegu reynslu og túlkunum okkar á henni.  Hann verður til í gegnum tíðina, svo lengi sem lifir í virkum samskiptum við umhverfi okkar (fjölskyldu, vini, kennara, vinnustað o.s.frv.).  Við búum til innra með okkur, einskonar landakort af heiminum.  Ímynd sem hjálpar okkur að fóta okkur í heiminum.  En landakortið er ekki sama og heimurinn og það gæti þarfnast uppfærslu.  Það er ekki til raunveruleiki óháð áhorfandanum, þannig að það eru að minnsta kosti eins mörg sjónarhorn á vandamálið eins og þátttakendur.  

Grundvallarregla í kerfislægri nálgun er að opna ný sjónarhorn og auka þar með valmöguleikana fyrir hegðun og túlkun.  Málið er að setja spurningarmerki við gömul hegðunarmynstur og landakort af raunveruleikanum, að finna og virkja nýjar auðlindir eða uppgötva gamlar og búa til og prófa eitthvað annað, eitthvað nýtt.  Það sem einkennir þessa nálgun er að hún er einstaklega lausnamiðuð.  Í anda þessarar hugsunar hafa þróast ýmsar aðferðir innan kerfislægar nálgunar.  Hún notast meðal annars við opnar spurningar með það að markmiði að víkka sjóndeildarhringinn og reynir að setja hluti og aðstæður í annað og nýtt samhengi (refraiming), sem fær mann til þess að hugsa þær upp á nýtt.  Aðferðir sem vinna með myndhverfingar eins og uppstillingar eða skúlptúra framkalla yfirsýn eða heildarmynd yfir aðstæðurnar.  Samtal við meðlimi okkar innra teymis sýnir á ljóslifandi hátt hvaða innri kraftar standa á baki hegðun okkar og ákvörðunartökum.  Síðast en ekki síst, til að öðlast dýpri skilning á eigin bakgrunni og fjölskyldusögu er það að teikna ættartré einstaklega áhrifarík aðferð.